Ný stjórn og frestun landsmóts

Aðalfundur SÍSL var haldinn í Bragganum þann 19. apríl síðastliðinn. Mikið var á dagskránni en þá aðallega landsmót A/B-sveita sem átti að halda í Vestmannaeyjum helgina 19.-21. maí.
Á fundinum var kosin ný stjórn en tveir meðlimir létu af störfum. Snorri Heimisson, formaður, og Sóley Björk Einarsdóttir, ritari, kvöddu stjórnina og viljum við þakka þeim kærlega fyrir vel unnin störf í þágu SÍSL. Þau Anna Sigurbjörnsdóttir og Birkir Orri Hafsteinsson voru kosin í stjórn en þetta er í fyrsta skipti sem þau koma að starfinu. Einar Jónsson lét einnig af störfum sem varamaður en Kristjón Daðason var endurkjörinn. Ingibjörg Guðlaugsdóttir var kosin inn í hans stað.

Í nýrri stjórn sitja:
Sigurlaug Björnsdóttir Blöndal, formaður
Birkir Orri Hafsteinsson, gjaldkeri
Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir, ritari
Anna Sigurbjörnsdóttir, meðstjórnandi
Ingi Garðar Erlendsson, meðstjórnandi

Kristjón Daðason, varamaður
Ingibjörg Guðlaugsdóttir, varamaður

Eins og áður kom fram átti að fara fram landsmót A/B-sveita í Vestmannaeyjum helgina 19.-21. maí síðastliðinn. Aðeins tveimur dögum fyrir áætlað mót þurfti að fresta mótinu vegna slæmrar sjólagsspár og veðurs. Stjórn SÍSL vonar að hægt sé að halda mótið á næsta starfsári en Eyjamenn eru ótrúlega spenntir að fá spræka lúðrasveitakrakka til sín í heimsókn.

Fyrir hönd stjórnar SÍSL,
Þórarna Salóme Brynjólfsdóttir, ritari.

Á döfinni: Aðalfundur SÍSL

Föstudaginn 14. apríl næstkomandi verður aðalfundur SÍSL haldinn á Nauthóli.
Fundurinn verður frá 16:00-20:00 en hefðbundið fundarhald er frá 16:00-18:00 og kvöldverður eftir það.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta en síðasta ár hefur verið ansi viðburðaríkt.
Endilega látið okkur vita á sislstjorn@gmail.com

Bestu kveðjur,
stjórn SÍSL.

Á döfinni: Óskalög þjóðarinnar

Stjórn SÍSL hefur verið í óðaönn að skipuleggja Óskalög þjóðarinnar sem fara mun fram í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 19. október næstkomandi.
Össur Geirsson, fyrrum formaður SÍSL, kom Óskalögunum á laggirnar árið 2015 og hafa þau verið haldin árlega síðan (að farsóttarárum undanskildum). Tilgangur Óskalaganna er að skólahljómsveitir landsins fái tækifæri að spila íslenska tónlist, í bland við ýmsa aðra, fyrir gesti og gangandi í tónlistarhúsi okkar allra, Hörpu.
Alls munu átta skólahljómsveitir, frá ýmsum hornum landsins, stíga á stokk.

Dagskrá:
11:00-11:30 – Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
11:30-12:00 – Skólalúðrasveit Seltjarnarness
12:00-12:30 – Skólahljómsveit Vesturbæjar
12:30-13:00 – Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
13:00-13:30 – Skólahljómsveit Grafarvogs
13:30-14:00 – Skólahljómsveit Austurbæjar
14:00-14:30 – Skólahljómsveit Grafarvogs
14:30-15:00 – Skólahljómsveit Kópavogs
15:00-15:30 – Lúðrasveit Tónlistarskólans á Ísafirði
15:30-16:00 – Skólahljómsveit Kópavogs
16:00-16:30 – Skólahljómsveit Vesturbæjar
16:30-17:00 – Skólahljómsveit Kópavogs
17:00-17:30 – Skólahljómsveit Austurbæjar

Óskalög þjóðarinnar – viðburður á FB

Hlökkum til að sjá sem allra flesta,
stjórn SÍSL

Á döfinni: Landsmót C-sveita á Akureyri!

Stjórn SÍSL er í óða önn að skipuleggja landsmót C-sveita sem haldið verður á Akureyri helgina 7.-9. október 2022. Við biðjum ykkur um að taka helgina frá og setja hana í skóladagatal. Við sendum póst út á næstu vikum um nánara skipulag mótsins. 
Við erum einnig að skipuleggja Óskalög þjóðarinnar í Hörpu sem fyrirhugað er að halda í nóvember 2022 en nánari dagsetning kemur þegar samningar hafa náðst við tónleikahúsið Hörpu.
Við minnum einnig á að skipulag landsmóts A/B-sveita er hafið en stefnt er á að halda slíkt mót vorið 2023.
 
Nýja stjórnin er gífurlega spennt fyrir komandi starfsári enda í miklum framkvæmdarhug.
 
Gleðilegt sumar,
stjórn SÍSL.