• Fréttabréf 2019-2020

  Það er okkur í stjórn samtakanna mikil ánægja að tilkynna ykkur að „Óskalög þjóðarinnar“  fara fram sunnudaginn 17. nóvember 2019 í Hörpu.  Fyrirkomulagið verður með nánast sama hætti og síðast. Við viljum benda hópum sem koma langt utan að landi að samtökin hafa styrkt þátttakendur til ferðarinnar. A-B landsmót SÍSL 2020 : Nú er uninð hörðum höndum ...

 • Landsmót C sveita á Akureyri

  Landsmót C sveita á Akureyri
  Helgina 12. – 14. október heldur SÍSL landsmót fyrir elstu nemendur sína. Mótið er frábrugðið landsmótum yngri sveita þar sem nú er í boði fyrir krakkana að sækja sér ýmis námskeið eða smiðjur, allt frá ukulele námskeiði til stórrar blásarasveitar. Nemendurnir sjálfir velja hvaða námskeið þau sækja og því ættu allir að fá eitthvað fyrir sinn ...

 • Landsmót SÍSL 2018 í Breiðholti

  Landsmót SÍSL 2018 í Breiðholti
  Landsmót SÍSL fyrir A og B sveitir er haldið í Breiðholti helgina 27. – 29. apríl 2018. Um 700 gestir verða á mótinu og munu skemmta sér saman alla helgina og ljúka mótinu með tónleikum í íþróttahúsinu Austurbergi, sunnudaginn 29. apríl kl. 13:00. Hér fyrir neðan eru tenglar á ýmsar upplýsingar vegna mótsins. Dagskrá landsmót 2018 Landsmót 2018 kort Upplýsingar ...

 • Landsmót SÍSL á Akranesi

  Landsmót SÍSL Landsmót SÍSL fyrir C sveitir var haldið á Akranesi helgina 3. – 5. febrúar 2017. Dagskráin varmjög fjölbreytt og vonandi fengu allir eitthvað við sitt hæfi. Við vorum með smiðjur með ýmsum listamönnum sem tóku á fjölbreyttum viðfangsefnum, eins og kvikmyndatónlist, æfingatækni, viðhaldi hljóðfæra og jóga. Einnig var kynning á Ungsveit Sinfóníunnar og nýstofnuðum Tónlistarmenntaskóla. Samæfingar í ...

 • Óskalögin í Hörpu (dagsskrá)

  Óskalögin í Hörpu Nú fer að líða að blásarasveita-maraþontónleikunum “Óskalög í Hörpu” í hinu glæsilega tónlistarhúsi, Hörpunni-Norðurljósasal, sunnudaginn 13. nóvember frá 11-18. Átján hljómsveitir víðsvegar af landinu munu stíga á svið og leika sín óskalög. Hér má sjá dagsskrá tónleikana. 11:00 Skólahljómsveit Grafarvogs C 11:30 Skólahljómsveit Grafarvogs A og B 12:00 Skólalúðrasveit Reykjanesbæjar 12:30 Skólahljómsveit Hafnarfjarðar A og B 13:00 Ísafjörður 13:30 Skólahljómsveit ...

 • Landsmót fyrir A og B sveitir í Garðabæ

  Landsmót fyrir A og B sveitir í Garðabæ
  Síðasta landsmót SÍSL var haldið í Garðabæ dagana 29. apríl til 1. maí 2016. Þar komu fram rúmlega 600 ungir hljóðfæraleikarar og skemmtu sér við að spila hressilega blásaratónlist á hljóðfærin sín, fylgdust með töframanni leika listir sínir, fóru í útileiki og á kvöldskemmtun og diskótek. Mótinu lauk með glæsilegum tónleikum þar sem allir þátttakendur komu fram og léku nokkur lög fyrir aðdáendur sína. Tuttugu sveitir víða ...

 • Lúðrasveitir léku Óskalög þjóðarinnar í Hörpu 15.nóvember 2015

  Lúðrasveitir léku Óskalög þjóðarinnar í Hörpu 15.nóvember 2015
  Íslenskar skólalúðrasveitir sameinuðust í maraþontónleikum undir merkjum Óskalags Þjóðarinnar í Norðurljósum, sunnudaginn 15. nóvember. Hljómsveitir víðs vegar að af landinu léku efnisskrá fyllta íslenskum lögum, með áherslu á þau lög sem kepptu um titilinn “Óskalög þjóðarinnar” á RÚV síðasta vetur. Lög eins og Dimmar rósir, Bláu augun þín og Tvær stjörnur hljómuðu á tónleikunum í útsetningum fyrir blásarasveitir, ...

 • Landsmót A – sveita í Grindavík 2014

  Landsmót A – sveita í Grindavík 2. – 4. maí 2014

 • Landsmót B – sveita í Stykkishólmi 2014

  Landsmót SÍSL fyrir B – sveitir í Stykkishólmi 4. – 6. apríl 2014
Sagan
 • Forsögu SÍSL má rekja aftur til ársins 1969, þegar nokkrir stjórnendur skólalúðrasveita hófu samstarf. Var þetta gert fyrir frumkvæði frá Seltjarnarnesi en þar voru fyrstu mótin haldin, á hverju ári frá 1969 til 1974.
 • Samtökin voru síðan formlega stofnuð þann 15. október 1983 í Varmárskóla í Mosfellsbæ og á þeim fundi var kosin fyrsta stjórn samtakanna
 • Smelltu hér til að skoða söguna í heild sinni