Stutt yfirlit yfir söguna

Forsögu SÍSL má rekja aftur til ársins 1969, þegar nokkrir stjórnendur skólalúðrasveita hófu samstarf.   Var þetta gert fyrir frumkvæði frá Seltjarnarnesi en þar voru fyrstu mótin haldin, á hverju ári frá 1969 til 1974.

Samtökin voru síðan formlega stofnuð þann 15. október 1983 í Varmárskóla í Mosfellsbæ og á þeim fundi var kosin fyrsta stjórn samtakanna, en hana skipuðu:

   Björn Leifsson, formaður
   Daði Þór Einarsson, gjaldkeri
   Haraldur Árni Haraldsson, ritari.
Á fyrsta aðalfundi samtakanna vorið 1985 var Birgir D. Sveinsson kjörinn formaður og gegndi því starfi til ársins 2005. Núverandi formaður er Halldór Sighvatsson.
Helstu verkefni SÍSL hafa frá upphafi verið að standa fyrir landsmótum annað hvert ár og stuðla að útgáfu á íslenskum útsetningum fyrir skólalúðrasveitir.  Undanfarin 10 ár hefur síðan starfsemi Lúðrasveitar Æskunnar einnig verið fyrirferðamikill hluti starfsins.  SÍSL hefur staðið fyrir því að fá til landsins erlenda stjórnendur til að stjórna LÆ og hafði einnig frumkvæði að fyrstu hljómsveitarkeppninni sem haldin var í Reykjanesbæ þann 1. júní síðastliðinn.
Árið 1999 gengu samtökin í Nomu, Nordisk Musik Union og hefur það samstarf reynst okkur mjög heilladrjúgt.  NoMU hefur m.a. styrkt Skólalúðrasveit Grafarvogs til Noregsfarar og liðsinnt við val á norskum stjórnanda fyrir Lúðrasveit Æskunnar.