Jólalögin mín – ný nótnabók

Jólalögin mín! 

Út er komin nótnabókin “Jólalögin mín”

Bókin inniheldur 68 íslensk og vel þekkt erlend jólalög í heppilegum tóntegundum fyrir nemendur í grunnnámi.

Trompet og flautubækurnar eru þegar komnar í sölu og fiðlubókin kemur von bráðar. 

Bókin er hugsuð til notkunar í kennslu og eru hljómatákn við hvert lag til að auðvelda kennurum að leika með nemendum sínum.

Sum lögin eru mjög einföld og henta byrjendum á meðan önnur eru meira krefjandi fyrir aðeins eldri nemendur. 

Upphaflega var hugmyndin að vera bara með íslensk jólalög í bókinni, þar sem þörf var á slíku efni fyrir unga hljóðfæraleikara, en síðan hefur þetta undið upp á sig og erlendu lögunum fjölgað.

Þessi lög hafa verið notuð af kennurum í Skólahljómsveit Kópavogs og víðar undanfarin ár með góðum árangri, og nú er bókin komin á almennan markað svo vonandi geta fleiri hljóðfæranemendur notið góðs af. 

Bækurnar verða seldar í:

Tónastöðinni, Skipholti
Tónastöðinni, Akureyri
Hljóðfærahúsinu-Tónabúðin Síðumúla.

Nú er bara um að gera að láta flautu- og trompetnemendur vita af þessari snilldar jólalagabók.

-Össur Geirsson