Landsmót SÍSL

Landsmót SÍSL

Samtök íslenskra skólalúðrasveita hafa frá árinu 1969 séð til þess að haldin hafi verið landsmót skólalúðrasveita. Fyrstu landsmótin voru haldin á Seltjarnarnesi en síðar var farið að prufa fleiri staði. Mótin eru að öllu jöfnu haldin annað hvert ár.
Á A/B mótum er venjulega sá háttur hafður á að þátttakendum er skipt í gula, rauða, græna og bláa sveit eftir getu og aldri. Það gerir það að verkum að allir finni sveit við sitt hæfi. Undanfarin ár hafa um 100 börn verið í hverri sveit fyrir sig.
Á mótum C sveita er annar háttur á. Stundum hafa verið þemu sem nemendur geta valið sér og spila í sveit með því tiltekna þema. Einnig hafa verið mót þar sem nemendur hafa getað valið sér allskyns námskeið eins og t.d. New Orleans, tónlist og tækni, djembe trommur og margt fleira áhugavert.