Nótnaútgáfa

SÍSL hefur haft það að markmiði allt frá árinu 1985 að láta útsetja íslensk lög fyrir barnalúðrasveitir.  Íslenskt efni fyrir skólalúðrasveitir var af skornum skammti á þeim tíma og óaðgengilegt.  Þó ýmsir væru að vinna við að útsetja fyrir sínar hljómsveitir var enginn markaður fyrir slíkar nótur og erfitt að komast í þær.
Samtals hafa nú um 100 titlar verið gefnir út, mest útsetningar en einnig frumsamið efni fyrir lúðrasveitir.  Ekki er þó um eiginlega útgáfu að ræða, heldur kaupa samtökin eintak af útsetningu, fjölfalda hana og selja aðildarhljómsveitunum á kostnaðarverði.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ ÞESSAR ÚTSETNINGAR ER AÐEINS HEIMILT AÐ NOTA Á ÍSLANDI
 
 
!!!Vinsamlegast athugið að þetta er aðeins listi yfir titla.
Til að hlaða niður nýútgefnum nótum þarftu notendanafn og lykilorð. Það er sent meðlimum sambandsins sem óska eftir því og greitt hafa fyrir nótnapakkana.
 
 
Útsetjarar athugið að hér er að finna staðla sem þarf að laga sig eftir til að SÍSL geti keypt útsetningar.
 
Þeir sem hafa áhuga á að fá einhverra þessarra útsetninga geta keypt þær hjá SÍSL séu þær til á lager. Verð fyrir eldri útsetningar:
 
A-sveitarefni selt á 3.000.- kr. til meðlima
B-sveitarefni selt á 4.000.- kr. til meðlima
CD-sveitarefni selt á 5.000.- kr. til meðlima
Syrpur á mismunandi stigi selt á 7.000.- kr. til meðlima
Stærri pakkar 15.000.- (10 ísl jólalög o.fl)