Lög SÍSL

Samtök íslenskra skólalúðrasveita

Lög

1. gr.
Samtökin heita:
Samtök íslenskra skólalúðrasveita, skammstafað SÍSL, stofnuð 15. október 1983, af stjórnendum skólalúðrasveita.

2. gr.
Tilgangur samtakanna og markmið er:

  • Að auka og bæta hljóðfæraleik meðal barna og unglinga
  • Að efla samvinnu milli stjórnendaskólalúðrasveitanna og
    hljóðfæraleikaranna innan þeirra
  • Að halda sameiginlegt lúðrasveitamót á 2-3 ára fresti.
  • Að stuðla að eflingu á starfsemi skólalúðrasveitanna.
  • Að stuðla að útgáfu á íslensku efni fyrir skólalúðrasveitir.

3. gr.
Aðalfund skal halda fyrir apríllok ár hvert. Rétt til setu á aðalfundi eiga stjórnendur þeirra sveita sem eru í samtökunum. Heimilt er að fleiri sitji aðalfund en einungis einn fulltrúi hverrar sveitar fer með atkvæðisrétt. Einungis skuldlausir félagar eiga atkvæðisrétt á aðalfundi SÍSL
Aðalfund skal boða skriflega með minnst 3 vikna fyrirvara.

4. gr.
Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
  3. Lagabreytingar
  4. Stjórnarkosning
  5. Kosning tveggja endurskoðenda
  6. Ákvörðun um árgjald næsta stjórnartímabils
  7. Önnur mál

5. gr.
Á aðalfundi skulu kosnir 5 menn í stjórn samtakanna, formaður, gjaldkeri, ritari og 2 meðstjórnendur. Einnig skal kjósa 2 menn til vara. Stjórnin skal kosin leynilegri kosningu til tveggja ára í senn. Annað árið skal kjósa tvo nýja stjórnarmenn og hitt árið þrjá.  Stjórnin skiptir með sér verkum.

6. gr.
Stjórnanda eða fulltrúa hverrar sveitar ber að afhenda stjórn samtakanna, starfsskýrslu á hverjum aðalfundi, til varðveislu.

7. gr.
Tilkynna skal þátttöku á landsmótum SÍSL minnst 30 dögum fyrir auglýsta dagsetningu þeirra,

8. gr.
Formaður eða meirihluti stjórnar boðar stjórnarfundi.

9. gr.
Sérhverri skólalúðrasveit eða tónlistarskóla er heimilt að ganga í SÍSL,svo framarlega, sem hún viðurkenni lög samtakanna.  Umsóknir sendist formanni samtakanna
Úrsögn úr samtökunum þarf að vera skrifleg og sendast formanni fyrir aðalfund.

10. gr.
Breytingar á lögum þessum eru einungis gerðar á aðalfundi samtakanna og skal greina frá tillögum að lagabreytingum í aðalfundarboði. Einfaldan meirihluta atkvæða á aðalfundi þarf til að lagabreytingar nái fram að ganga.