Óskalög þjóðarinnar

Árið 2015 var Össur Geirsson, þáverandi formaður SÍSL, að horfa á sjónvarpsþáttinn Óskalög þjóðarinnar á RÚV. Hann áttaði sig á því að mikið af lögunum sem verið var að flytja höfðu verið útsett fyrir lúðrasveitir. Þá fékk hann þá hugmynd að halda Óskalög þjóðarinnar í blásarabúningi fyrir skólahljómsveitir landsins. Öllum skólahljómsveitum á landinu er boðið að halda stutta tónleika í Hörpu þeim að kostnaðarlausu. Fyrsta árið varð hver sveit að spila að minnsta kosti eitt lag af óskalagalistanum sem leikin höfðu verið í sjónvarpinu. Síðar víkkaði verkefnavalið en íslensk lög hafa þó ávallt verið í þungamiðja Óskalaga þjóðarinnar.

Össur ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta.