Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar

Við Tónlistarskóla Garðabæjar hafa verið starfræktar blásarasveitir frá því á þriðja starfsári skólans, eða frá árinu 1967. Í dag eru þar starfandi þrjár lúðrasveitir, sem eru aldurs- og getuskiptar og eitt Big-band. Stjórnendur þessara sveita eru Bragi Vilhjálmsson og Guðmundur Vilhjálmsson.

Æfingar eru að meðaltali einu sinni í viku, auk þess sem eldri sveitirnar fara í æfingabúðir.

Árlega eru haldnir jóla- og vortónleikar auk þess koma sveitirnar fram á ýmsum viðburðum í Garðabæ s.s. á sumardaginn fyrsta og 17. júní.