Lúðrasveit Stykkishólms

Lúðrasveit Stykkishólms var stofnuð á sumardaginn fyrsta árið 1944. Fyrsti stjórnandi hennar var Víkingur Jóhannsson.

Árið 1964 þegar lúðrasveitin var búin að starfa í 20 ár stóðu félagar hennar að því að stofnaður var í bænum tónlistarskóli, Tónlistarskóli Stykkishólms. Hann er því meðal elstu tónlistarskóla landsins. Í sveitinni voru í upphafi eingöngu fullorðnir hljóðfæraleikarar, en með tímanum fóru að koma unglingar inn í sveitina og smám saman þróaðist sveitin í það að verða skólalúðrasveit Tónlistarskóla Stykkishólms.
Í dag starfar lúðasveitin í nokkrum deildum;

Lítla Lúðró (A-sveit)
Byrjendasveitin er kölluð „Litla Lúðró“. Í henni eru þeir sem eru komnir nokkuð af stað á hljóðfærin sín. Stjórnandi er Martin Markvoll.

Stóra Lúðró (B-sveit)
Í „Stóru Lúðró“ eru þeir sem náð hafa lágmarksleikni á hljóðfærin. Þar eru nú, auk hefðbundinna lúðrasveitarhljóðfæra, píanó, rafgítar og rafbassi. Stjórnandi er Anastasia Kiakhidi.

Trommusveitin
Slagverksleikararnir æfa saman við í sérstakri trommusveit – eða „drumline“. Hana skipa snerlar, cymbalar, tritoms og bassatrommur. Stjórnandi er Hafþór S. Guðmundsson.

Víkingasveitin
Lengra komnir nemendur skólans æfa stundum saman í sérstakri sveit sem nefnd er eftir stofnanda lúðrasveitarinnar, Víkingi Jóhannssyni. Samsetning hennar er mismunandi eftir árum og oft er fullorðnum hljóðfæraleikurum bæjarins boðið að spila með. Stjórnandi er Martin Markvoll