Landsmót SÍSL á Akranesi

Landsmót SÍSL

Landsmót SÍSL fyrir C sveitir var haldið á Akranesi helgina 3. – 5. febrúar 2017.

Dagskráin varmjög fjölbreytt og vonandi fengu allir eitthvað við sitt hæfi.

Við vorum með smiðjur með ýmsum listamönnum sem tóku á fjölbreyttum viðfangsefnum, eins og kvikmyndatónlist, æfingatækni, viðhaldi hljóðfæra og jóga. Einnig var kynning á Ungsveit Sinfóníunnar og nýstofnuðum Tónlistarmenntaskóla. Samæfingar í kammerhópum voru alla helgina og lauk mótinu með hressilegum tónleikum.

 

Hér má sjá dagskrá mótsins

Kort-pdf

 

Landsmót fyrir A og B sveitir í Garðabæ

Síðasta landsmót SÍSL var haldið í Garðabæ dagana 29. apríl til 1. maí 2016.

Þar komu fram rúmlega 600 ungir hljóðfæraleikarar og skemmtu sér við að spila hressilega blásaratónlist á hljóðfærin sín, fylgdust með töframanni leika listir sínir, fóru í útileiki og á kvöldskemmtun og diskótek. Mótinu lauk með glæsilegum tónleikum þar sem allir þátttakendur komu fram og léku nokkur lög fyrir aðdáendur sína.

Tuttugu sveitir víða að af landinu  komu  á mótið og  það varmikið fjör í Garðabæ þessa helgi. Garðbæingar undirbjuggu mótið af kostgæfni í samvinnu við stjórn SÍSL og tóku á móti gestum sínum af miklum myndarskap.