Fréttir

Stjórn SÍSL er í óða önn að skipuleggja landsmót A/B og C-sveita. Langt er liðið síðan síðasta landmót var haldið, en Covid-19 hefur sannarlega sett strik í reikninginn. Það er einkar erfitt að skipuleggja svo stóra viðburði eins og landsmót fyrir 600 börn og fylgifiska þeirra á tímum sem þessum.  Nú er stefnan tekin á landsmót A/B og sveita vorið 2022. Verið er að finna helgi sem hentar undir mótið en upplýsingar verða sendar út um leið og niðurstaða er fengin. Stefnt er að því að halda C-sveitarmót haustið 2022.