Landsmót SÍSL á Akranesi

Landsmót SÍSL

Landsmót SÍSL fyrir C sveitir var haldið á Akranesi helgina 3. – 5. febrúar 2017.

Dagskráin varmjög fjölbreytt og vonandi fengu allir eitthvað við sitt hæfi.

Við vorum með smiðjur með ýmsum listamönnum sem tóku á fjölbreyttum viðfangsefnum, eins og kvikmyndatónlist, æfingatækni, viðhaldi hljóðfæra og jóga. Einnig var kynning á Ungsveit Sinfóníunnar og nýstofnuðum Tónlistarmenntaskóla. Samæfingar í kammerhópum voru alla helgina og lauk mótinu með hressilegum tónleikum.

 

Hér má sjá dagskrá mótsins

Kort-pdf

 

Óskalögin í Hörpu (dagsskrá)

Óskalögin í Hörpu

Nú fer að líða að blásarasveita-maraþontónleikunum “Óskalög í Hörpu” í hinu glæsilega tónlistarhúsi, Hörpunni-Norðurljósasal, sunnudaginn 13. nóvember frá 11-18.

Átján hljómsveitir víðsvegar af landinu munu stíga á svið og leika sín óskalög.

Hér má sjá dagsskrá tónleikana.

11:00 Skólahljómsveit Grafarvogs C

11:30 Skólahljómsveit Grafarvogs A og B

12:00 Skólalúðrasveit Reykjanesbæjar

12:30 Skólahljómsveit Hafnarfjarðar A og B

13:00 Ísafjörður

13:30 Skólahljómsveit Austurbæjar A og B-sveit

14:00 Skólahljómsveit Kópavogs A og B

14:30 Selfoss

15:00 Skólahljómsveit Kópavogs C

15:30 Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts

16:00 Garðabær

16:30 Seltjarnarnes

17:00 Skólahljómsveit Mosfellsbæjar

17:30 Skólahljómsveit Austurbæjar C-Sveit

Kynnir á tónleikunum er engin annar en Rúnar Óskarsson klarinettuleikari

 

Ýlir – Tónlistarsjóður Hörpu styrkir þessa tónleika.

 

Kveðja; 

Stjórn SÍSL

Landsmót fyrir A og B sveitir í Garðabæ

Síðasta landsmót SÍSL var haldið í Garðabæ dagana 29. apríl til 1. maí 2016.

Þar komu fram rúmlega 600 ungir hljóðfæraleikarar og skemmtu sér við að spila hressilega blásaratónlist á hljóðfærin sín, fylgdust með töframanni leika listir sínir, fóru í útileiki og á kvöldskemmtun og diskótek. Mótinu lauk með glæsilegum tónleikum þar sem allir þátttakendur komu fram og léku nokkur lög fyrir aðdáendur sína.

Tuttugu sveitir víða að af landinu  komu  á mótið og  það varmikið fjör í Garðabæ þessa helgi. Garðbæingar undirbjuggu mótið af kostgæfni í samvinnu við stjórn SÍSL og tóku á móti gestum sínum af miklum myndarskap.

Lúðrasveitir léku Óskalög þjóðarinnar í Hörpu 15.nóvember 2015

Íslenskar skólalúðrasveitir sameinuðust í maraþontónleikum undir merkjum Óskalags Þjóðarinnar í Norðurljósum, sunnudaginn 15. nóvember. Hljómsveitir víðs vegar að af landinu léku efnisskrá fyllta íslenskum lögum, með áherslu á þau lög sem kepptu um titilinn “Óskalög þjóðarinnar” á RÚV síðasta vetur. Lög eins og Dimmar rósir, Bláu augun þín og Tvær stjörnur hljómuðu á tónleikunum í útsetningum fyrir blásarasveitir, að ógleymdu óskalaginu sjálfu, Þannig týnist tíminn, eftir Bjartmar Guðlaugsson.

Tónleikarnir hófust klukkan 11:00 og stóðu án hlés til klukkan 18:00 og tókust einstaklega vel. Salurinn var þéttsetinn áhorfendum og hljómsveitirnar sem fram komu fluttu fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá

 

Hljómsveitir sem fram komu voru:oskalög

11:00 Skólahljómsveit Kópavogs – A sveit
11:30 Skólahljómsveit Grafarvogs
12:00 Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri
12:30 Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar
13:00 Skólahljómsveit Kópavogs – B sveit
13:30 Blásarasveit Tónskóla Neskaupstaðar
14:00 Skólahljómsveit Austurbæjar
14:30 Skólalúðrasveit Árnesinga
15:00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar C sveit
15:30 Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
16:00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar B sveit
16:30 Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar
17:00 Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
17:30 Skólahljómsveit Kópavogs – C sveit

Kynnir á tónleikunum var tónlistarmaðurinn geðþekki, Jón Ólafsson.