Á döfinni: Aðalfundur SÍSL

Föstudaginn 14. apríl næstkomandi verður aðalfundur SÍSL haldinn á Nauthóli.
Fundurinn verður frá 16:00-20:00 en hefðbundið fundarhald er frá 16:00-18:00 og kvöldverður eftir það.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta en síðasta ár hefur verið ansi viðburðaríkt.
Endilega látið okkur vita á sislstjorn@gmail.com

Bestu kveðjur,
stjórn SÍSL.

Á döfinni: Óskalög þjóðarinnar

Stjórn SÍSL hefur verið í óðaönn að skipuleggja Óskalög þjóðarinnar sem fara mun fram í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 19. október næstkomandi.
Össur Geirsson, fyrrum formaður SÍSL, kom Óskalögunum á laggirnar árið 2015 og hafa þau verið haldin árlega síðan (að farsóttarárum undanskildum). Tilgangur Óskalaganna er að skólahljómsveitir landsins fái tækifæri að spila íslenska tónlist, í bland við ýmsa aðra, fyrir gesti og gangandi í tónlistarhúsi okkar allra, Hörpu.
Alls munu átta skólahljómsveitir, frá ýmsum hornum landsins, stíga á stokk.

Dagskrá:
11:00-11:30 – Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
11:30-12:00 – Skólalúðrasveit Seltjarnarness
12:00-12:30 – Skólahljómsveit Vesturbæjar
12:30-13:00 – Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
13:00-13:30 – Skólahljómsveit Grafarvogs
13:30-14:00 – Skólahljómsveit Austurbæjar
14:00-14:30 – Skólahljómsveit Grafarvogs
14:30-15:00 – Skólahljómsveit Kópavogs
15:00-15:30 – Lúðrasveit Tónlistarskólans á Ísafirði
15:30-16:00 – Skólahljómsveit Kópavogs
16:00-16:30 – Skólahljómsveit Vesturbæjar
16:30-17:00 – Skólahljómsveit Kópavogs
17:00-17:30 – Skólahljómsveit Austurbæjar

Óskalög þjóðarinnar – viðburður á FB

Hlökkum til að sjá sem allra flesta,
stjórn SÍSL

Á döfinni: Landsmót C-sveita á Akureyri!

Stjórn SÍSL er í óða önn að skipuleggja landsmót C-sveita sem haldið verður á Akureyri helgina 7.-9. október 2022. Við biðjum ykkur um að taka helgina frá og setja hana í skóladagatal. Við sendum póst út á næstu vikum um nánara skipulag mótsins. 
Við erum einnig að skipuleggja Óskalög þjóðarinnar í Hörpu sem fyrirhugað er að halda í nóvember 2022 en nánari dagsetning kemur þegar samningar hafa náðst við tónleikahúsið Hörpu.
Við minnum einnig á að skipulag landsmóts A/B-sveita er hafið en stefnt er á að halda slíkt mót vorið 2023.
 
Nýja stjórnin er gífurlega spennt fyrir komandi starfsári enda í miklum framkvæmdarhug.
 
Gleðilegt sumar,
stjórn SÍSL.