Ný stjórn kjörin á aðalfundi

Föstudaginn 8. maí síðastliðinn var haldinn aðalfundur SÍSL að Nauthóli. Á fundinum var ný stjórn kjörin. Í henni sitja:

Ingi Garðar Erlendsson
Sandra Rún Jónsdóttir
Snorri Heimisson
Sóley Einarsdóttir og 
Sólveig Morávek

Þau munu skipta á milli sín embættum á næstu dögum. 

Aðalfundur SÍSL 2020

Aðalfundur SÍSL verður að þessu sinni haldinn að Nauthóli í Öskjuhlíðinni föstudaginn 8. maí frá kl. 17.00-19.00. Almenn fundardagskrá verður frá 17.00-19.00 en eftir fundinn verður boðið upp á kvöldverð á Nauthóli. Komu á fundinn þarf að tilkynna á netfangið sislstjorn@gmail.com

Við hlökkum til að sjá ykkur, stjórnin

 

 

Landsmóti frestað

Kæru lúðrablásarar!

Vegna Covid-19 hefur Landmóti A- og B-sveita sem halda átti í Reykjanesbæ í apríl 2020 hefur verið frestað fram til ágúst-september 2020.

Við hlökkum til að sjá ykkur næsta haust

Fréttabréf 2019-2020

Það er okkur í stjórn samtakanna mikil ánægja að tilkynna ykkur að „Óskalög þjóðarinnar“  fara fram sunnudaginn 17. nóvember 2019 í Hörpu.  Fyrirkomulagið verður með nánast sama hætti og síðast. Við viljum benda hópum sem koma langt utan að landi að samtökin hafa styrkt þátttakendur til ferðarinnar.

A-B landsmót SÍSL 2020 :

Nú er uninð hörðum höndum við að finna stað fyrir landsmót næsta vor. Eins og staðan er í dag þá er þetta allt á viðkvæmu stigi enda margir endar lausir. Dagsetningin er samt tveimur vikum eftir páska þ.e. 24 – 26. apríl 2020

Nótnaútgáfa SÍSL:               

Hér á heimasíðunni koma helstu upplýsingar til foreldra þagar nálgast landsmót og þar eru einnig allar útsetningar sem samtökin hafa látið gera. Nú hvetjum við alla sem fást við þessa iðju og geta útsett að senda okkur útsetningar sem þið eigið og passa fyrir skólalúðrasveitir. Við leitum núna helst að vekefnum fyrir A og B sveitir. En auðvitað er allt vel þegið.

Kveðja, Stjórnin